Áfangar í boði

Lýsing

Grunnþættir íslenskrar samfélagsgerðar. Áhrif veiða, vinnslu og fiskeldis í samfélaginu, sjálfbærni, umhverfi og orkunotkun. Meginhugtök við afkomumælingu fyrirtækja og starfsgreina. Hlutverk stofnana í stoðkerfi sjávarútvegs á Íslandi.


Vinnuvernd öryggi á vinnustað  

Námsefni Fisktækni I : Fisktegundir, Helstu nytjategundir , Fiskur sem fæða, Virðiskeðja, veiða, hráefnis og afurðagæði, meðferð afla: blóðgun, slæging, þvottur og frágangur, vinnslu og markaða, Saltfiskur / ferskur, hugtökin gæði og gæðavitund, HACCP, hreinlætisstefna, hvar verða verðmætin til. 

Kennslufyrirkomulag: Bóklegt, vettvangsferðir, verkefni.

Námsmat:  próf 60%, verkefnaskil 40%

Í áfanganum og tilsvarandi vinnustaðanámi er fjallað um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald HACCP-kerfa í veiðum vinnslu og fiskeldi. Nemendur þjálfast í að setja upp kerfi undir leiðsögn, innleiða það og meta virkni þess.

Enska; Tal og lesskilningur.

Nemendur þurfa að geta tjáð sig um sjávarútvegstengd málefni og framleiðslu fisks.

Námið, sem hér er lýst, er 47 kennslustunda (31 klukkustunda) nám. Í þessum áfanga  er lögð áhersla á samþættingu náms og vinnu,  skírskotun og tengingu milli námsþátta eins og kostur er við atvinnulífið.

  Farið verður yfir helstu þætti er koma að hönnun á fiskvinnsluvélum og hvað tegundir eru tegundir er hér á markaði.

Æskilegt er að nemendur geri sér grein fyrir fyrirkomulagi námsins, þar sem það er mjög einstaklingsmiðað.

 

Stutt kynning á hvað er málmsuða.

 Byrjað er á að skoða bóklega hvað er suða og hvað aðferðum er beitt við misnumdi suður.

 Síðan er farið í verklega þáttinn á eftir.

 Nauðsynlegt  er fyrir nemendur að skoða þessi göng sem er hér inn á moodle fyrir tíman


Í áfanganum, undanförum hans og tilsvarandi vinnustaðanámi (Fisktækni VSN II) öðlast nemandinn þekkingu og leikni í helstu störfum íslenskrar fiskvinnslu. Hann starfar einn og óstuddur á öllum starfsstöðvum í móttöku, vinnslusal, frystingu og kælingu. Hann starfar undir leiðsögn við eftirlit og eftirfylgni gæðakerfa og vinnslukerfa.

Nemandinn sýnir ábyrgð, frumkvæði og skipulagshæfni í störfum sínum. Hann umgengst samstarfsmenn af tillitssemi og virðingu og er stoltur af starfsvettvangi sínum og fyrirtæki.

Að áfanga loknum ásamt samhliða áföngum öðlast hann starfsheitið fisktæknir.

ýmislegt efni frá Brynjari 

Vinnustaðanám heimsókn í öllu lotum 

lota nr. 1 Setning haustannar kl 09.00-10:00 30.ágú
  Upprifjun - M3000 og Grunnur Innova kl 10:00-16:00 30.ágú
  Farið er yfir hvað tækjabúnaður er notaður í móttöku og flakavinnslu fyrir mismundi vinnslutegundir.  kl 09:00-1600 31.ágú
  Vinnustaðaheimsókn  Ný-fiskur- Nesfiskur-Stakkavík kl 09:00-1601 1.sep
  Skráningar og úrvinnsla (Innova) frá tækjabúnaði úr móttöku skoðaður. Verkefni / yfirferð  kl 09:00-16:00 2.sep
       
lota nr. 2 Farið er yfir hvað tækjabúnaður er notaður í snyrtingu og bitavinnslu fyrir mismundi vinnslutegundir. kl 09:00-1600 27.sep
  Vinnustaðaheimsókn  Vísir -Einhamar-  kl 09:00-1600 28.sep
  Skráningar og úrvinnsla (Innova) frá tækjabúnaði úr snyrtingu og bitavinnslu skoðaðar.  kl 09:00-16:00 29.sep
  Verkefni / yfirferð - Lokaverkefni kynnt og nemendur skulu afhenda drög viðfangsefni í næstu lotu kl 09:00-16:00 30.sep
       
lota nr. 3 Heimsókn í Ísfélagið - Vinnslustöðina kl 09:00-1600 25.okt
  Heimsókn í Gottop - Grímur Kokkur  kl 09:00-1600 26.okt
  Nemendur kynna drög að lokaverkefni - áætlun gerð varðandi öflun frekari gagna og framsetningu efnis kl 09:00-16:00 27.okt
  Unnið við öflun gagna/viðtöl/myndatökur og annað sem tengist lokaverkefninu kl 09:00-1600 28.okt
       
lota nr.4 Farið er yfir hvað tækjabúnaður er notaður er í pökkun og frágangur fyrir mismundi vinnslutegundir. kl 09:00-1600 29.nov
  Vinnustaðaheimsókn Hb- Grand- Vísir- þorbjörninn  kl 09:00-1600 30.nov
  Skráningar og úrvinnsla (Innova) frá tækjabúnaði úr pökkun og frágangi á  fyrir mismundi afurð skoðaður.  kl 09:00-16:00 1.des
  Verkefni / yfirferð  - Lokaskil á lokaverkefni -Verkefna skil vestmannaeyjar kl 09:00-1600 2.des
       
       
 
 

Í lok annar er gert ráð fyrir að nemar vinni sjálfstætt að ákveðnum verkefnum á sínum eigin vinnustað eða völdum vinnustað. 

Umbótaverkefni valið í samstarfi við skóla og fyrirtæki.  Skila skal inn tillögu að verkefni til skólans og samningi við fiskvinnslu í byrjun vorannar.

Þekking að áfanga loknum:

·Þekkja þann búnað sem unnið er með í umbótaferlinu og þann ávinning sem hlýst af umbótum.

Leikni að áfanga loknum:

·Skilja uppbyggingu og virkni þess búnaðar sem unnið er með í umbótaferlinu.

·Geti nýtt þekkingu í fyrri áföngum í náminu í umbótarferlinu.

·Geta komið með rökstuddar tillögur að umbótum. 


Áfangalýsing:  Nemendur skulu þekkja og skilja uppbyggingu helstu skurðarvéla og hvernig á umgangast þær. Geta  stillt og stjórnað skurðarvél og séð um fyrirbyggandi viðhald.

Farið verður yfir hvernig skurðarvélin tengist Innova og farið verður yfir helstu stillingar og uppbyggingu skurðarvélalykla, gangsöfnun og lestur skýrslna.

Áfangalýsing:  Nemendur skulu geti gert grein fyrir uppbyggingu flæði- og pökkunarlína með gæðaeftirliti.  Skilur uppbyggingu línunnar, hvernig á umgangast hana og stilla til að láta vinna sem eina heild. Nemi skal geta stjórnað búnaðinum eins og best verður á kosið og sjá um fyrirbyggandi viðhald.

Farið verður yfir hvernig Innova vinnur með flæði- og pökkunarlínum. Grunnuppsetning línunnar í Innova, uppsetning flæðilínulykla, uppsetning starfsmanna sem nota flæðilínuna, gangaskráningar, grunnhugtök gæðaskoðunar fyrir flæðilínu, uppsetning gæðaskoðunar, lestur skýrslna sem snúa að afköstum, nýtingu og gæðum á flæðilínunni. Farið verður yfir uppsetningu og stillingar á bónuskerfi fyrir flæðilínuna.

Áfangalýsing:  Kennt verður á tvær gerðir af flokkurum (stykkjavog eða færibandavog). Nemendur eiga að þekkja uppbyggingu flokkara og hvernig á að stilla og umgangast þá. Stjórnað búnaðinum eins og best verður á kosið og sjá um fyrirbyggandi viðhald. Geta gert bilanagreiningu og framkvæmt einfaldari viðgerðir. Lýst bilunum fyrir sérfræðingum hjá Marel, tekið á móti upplýsingum hvernig á að bregðast við eða fjartengt þá við búnaðinn.

Farið verður fyrir gagnasamskipti sem eiga sér stað milli flokkara og Innova. Uppsetning flokkarakerfis, með tillit til mismunandi tegundar flokkara, uppsetningu flokkunarlykla og virkjun þeirra niður á tækið. Farið verður yfir grunnskýrslur sem fylgja flokkurum í Innova

Áfangalýsing:  Nemi þekki uppbyggingu á pallavogum (statískum vogum) og trogvogum og hvernig það á að umgangast þær. Geta gert bilanagreiningu og framkvæmt einfaldari viðgerðir. Jafnframt verður farið yfir löggildingu voga og hvernig á að standa að stillingu og kvörðun á þeim.

Farið verður yfir gagnasamskipti milli vogar og Innova, hvernig grunn uppsetningar vogar í Innova er háttað(pökkunarkerfis), mismunandi uppsetning afurða og áhrif þess á hegðun vogar og mismunandi gagnaskráningar milli trogvogar og pallavogar.

Áfangalýsing:  Í áfanganum verður farið í gegnum grunnhugtök og uppbyggingu Innova hugbúnaðarins. Tilgangurinn er að nemandi frá góðan skilning á uppbyggingu hugbúnaðarins, virkni og tilgang grunnforrita og tengingu við tæki. Uppbyggingu grunnganga í Innova, svo sem afurða, viðskiptavina, pantana og svo framvegis. Farið verður yfir hvernig notenda aðgangur er skilgreindur og stilltur. Farið verður í gegnum þá aðferðafræði sem beitt er þegar einföld kerfi eru byggð upp í hugbúnaðinum, hvernig nota má kerfið til að ná fram rekjanleika og hugtök sem tengjast rekjanleika. Jafnframt verður farið yfir grunntegundir skráninga og hagnýtingu þeirra. Grunnhugtök í uppbyggingu nýtingar kerfa og samþættingu gagna milli ólíkra kerfa.

Áfangalýsing:  Þekki og skilji uppbyggingu M3000 og M3210 og helstu íhluti er tengjast rafkerfinu (Rafbók Marel). Í áfanganum er farið yfir hvernig á að finna bilun í CAN kerfi (Control Area Network),  nota Debug module við bilanalausnir og hvernig á að nota TEST til virkja hlið eða hólf. Jafnframt er gert grein fyrir CWU stillingum, filter frequency, kraftnema og vigtar stjórnunar einingu (MWS 2-3-4). Nemum er kennt að stilla Corilation á flæðilínu og fylgjast með stykkjum í Sync Chain. 

Unnið með helstu lög og reglugerðir í matvælaframleiðslu. Sérstaklega er fjallað um fiskvinnslu.

      Kennsluáætlun

      1)     Örverufræði inngangur

      2)     Saga Örverufræðinnar

      3)     Bakteríur og bakteríusjúkdómar

      4)     Umhverfisþættir og áhrif þeirra á örverur í matvælum

      5)     Örverur sem orsaka matarsjúkdóma og áhrif umhverfisþátta á þær

      6)     Matvæli úr dýra- og jurtaríkinu

      7)     Geymsluaðferðir matvæla og áhrif þeirra á vöxt baktería